Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Vogar í samstarf um fræðslumál
Suðurnesjabær vinnur að því í samstarfi við Sveitarfélagið Voga að undirbúa og byggja upp fræðsludeild til þjónustu við skólana í bæjarfélögunum. Þetta kemur fram í pistli sem Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ, skrifar á vef Suðurnesjabæjar.
Í vikunni undirrituðu bæjarstjórar Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga samning um samstarf sveitarfélaganna við uppbyggingu og þróun fræðsludeildar, sem mun veita grunn- og leikskólum sveitarfélaganna faglega þjónustu.
Fræðsludeildin mun taka við þessu verkefni þegar framangreindur þjónustusamningur við Reykjanesbæ rennur út.
„Það er ánægjulegt að eiga samstarf við Sveitarfélagið Voga um þetta verkefni, en sveitarfélögin hafa um árabil átt mjög gott samstarf um félagsþjónustu við íbúa sveitarfélaganna,“ skrifar Magnús bæjarstjóri.
Gerðaskóli í Garði er annar af tveimur grunnskólum í Suðurnesjabæ.