Suðurnesjabær greiðir gistináttagjald fyrir heimilislausa
Reykjavíkurborg hefur leitað til Suðurnesjabæjar varðandi samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa. Fjölskyldu- og velferðarráð Suðurnesjabæjar leggur til að gengið verði til samninga við Reykjavíkurborg um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum fyrir heimilislausa þjónustuþega Suðurnesjabæjar.
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti samhljóða á síðasta fundi sínum að ganga til samninga við Reykjavíkurborg, sbr. samþykkt ráðsins.