Suðurnesjabær endurfjármagnar lán
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að einum milljarði króna með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034.
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkir að til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, nánar tiltekið útsvarstekjur þess og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til endurfjármögnunar á eldra láni, sem tekið var upphaflega vegna uppgjörs við Eignarhaldsfélagið Fasteign, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu.