Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurnesjabær byggir nýjan leikskóla í Sandgerði
Föstudagur 29. október 2021 kl. 16:23

Suðurnesjabær byggir nýjan leikskóla í Sandgerði

Í dag hófust framkvæmdir við nýjan leikskóla í Suðurnesjabæ. Fjögur börn í leikskólunum Gefnarborg og Sólborg tóku fyrstu skóflustungu að framkvæmdinni. Börnin sem tóku skóflustungu eru Gabríel Hrannar Samúelsson, Ragnheiður Dröfn Gísladóttir, Heiðar Helgi Gunnlaugsson og Júlía Margrét Guðmundsdóttir.

Jarðvinna verksins hófst í dag en Ellert Skúlason ehf. mun vinna alla jarðvinnu fyrir leikskólann og bílastæði. Upphaf þessa verkefnis markar ákveðin tímamót í þjónustu Suðurnesjabæjar við íbúana og felst í þeirri stefnu Suðurnesjabæjar að bjóða börnum leikskólavist frá 12 mánaða aldri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikskólinn mun rísa norðan Byggðavegar í Sandgerði. Húsnæði leikskólans verður 1.135 m2 að stærð og fullbúinn verður hann sex deildir. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að taka fjórar deildir í notkun á árinu 2023, fyrir um 80 börn.

Í fullri stærð, sex deilda, mun leikskólinn rúma um 126 börn. Þegar leikskólinn verður tekinn í notkun mun Suðurnesjabær bjóða upp á leikskólavist fyrir börn frá 12 mánaða aldri í öllum leikskólum sveitarfélagsins.

Aðalhönnun leikskólans er í höndum JeES arkitekta, sem hefur undanfarna mánuði unnið að undirbúningi og hönnun í samstarfi við starfshóp verkefnisins og starfsmenn Suðurnesjabæjar. Gert er ráð fyrir því að fljótlega verði bygging leikskólans boðin út í opnu útboði.

Í myndskeiði með fréttinni er rætt við Magnús Stefánsson, bæjarstjóra í Suðurnesjabæ, um framkvæmdina og sýndar myndir af leikskólanum og frá skóflustungunni.




Nýr leikskóli í Suðurnesjabæ