Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurnesin töpuðu 450 íbúum á síðasta ári
Þriðjudagur 16. febrúar 2010 kl. 09:53

Suðurnesin töpuðu 450 íbúum á síðasta ári


Sveitarfélögin á Suðurnesjum voru með neikvæðan flutningsjöfnuð um 450 manns á síðasta ári, þ.e. brottflutta umfram aðflutta. Á Vallarheiði, sem nú heitir Ásbrú, voru 189 eintaklingar brottfluttir umfram aðflutta. 567 manns fluttu frá svæðinu á sama tíma og 378 manns fluttu inn á svæðið. Í stærsta sveitarfélaginu, Reykjanesbæ, voru 131 eintaklingur brottfluttur umfram þá sem fluttu til bæjarfélagsins. 652 einstaklingar fluttu til bæjarins á síðasta ári en 521 frá honum.

Neikvæður flutningsjöfnuður var á öllum landsvæðum, mestur á höfuðborgarsvæðinu.
Höfuðborgarsvæðið tapaði flestum einstaklingum vegna brottflutninga umfram aðflutninga eða 2.546 manns. Það tap helgast aðallega af miklum flutningum frá höfuðborgarsvæðinu til útlanda en til útlanda fluttu þaðan 3.212 umfram aðflutta. Aftur á móti fékk höfuðborgarsvæðið 666 einstaklinga umfram brottflutta í innanlandsflutningum frá öðrum landsvæðum. Á öllum landsvæðum var fjöldi brottfluttra hærri en fjöldi aðfluttra. Minnstur var munurinn á Norðurlandi vestra (-29) og Vestfjörðum (-75). Fjöldi brottfluttra var svipaður fyrir hin landsvæðin fjögur: Suðurnes (-450), Vesturland (-424), Austurland (-459) og Suðurland (-473).

Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Ísland um búferlaflutninga árið 2009.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024