Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Suðurnesin í gervitungli
Mánudagur 18. júlí 2005 kl. 22:11

Suðurnesin í gervitungli

Vissir þú að það er verið að horfa á þig? Með nýju forriti frá leitarvélinni Google býðst almenningi að skoða myndir af jörðinni í gegnum gervitungl. Suðurnesjamenn sem hafa velt því fyrir sér hvernig loftmynd af húsinu sínu kæmi út geta nú farið inn á vefsíðu Google og halað niður þessu forriti. Það kallast „Google Earth“ og er nýtt af nálinni.

Forritið er þó ennþá í þróun og er Ísland t.d. ekki fullmyndað þess vegna eru Suðurnesin og Akranes einu staðirnir á Íslandi sem koma vel út í þessu forriti. Víkurfréttir litu í gegnum gervitunglið og tóku eftirfarandi mynd af Hólmsvelli í Leiru. Þeir kylfingar sem ætla að taka þátt í Íslandsmótinu í golfi í vikunni geta nú skoðað völlinn í gegnum auga gervitunglsins.

Þetta býður upp á skemmtilega notkun en þó er hætta á að hryðjuverkamenn nýti sér forritið þegar þeir skipuleggja voðaverk. Einhverjar ráðstafanir hafa þó verið gerðar vegna þess og er t.a.m. ekki hægt að skoða Hvíta húsið í Bandaríkjunum í gegnum gervitunglið.

Hægt er að nálgast forritið hér.

Myndin: Hólmsvöllur í Leiru í gegnum auga gervitungls


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024