Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Suðurnesin hefðu átt að vera fyrsta val
    Varðskip Landhelgisgæslunnar í Keflavíkurhöfn.
  • Suðurnesin hefðu átt að vera fyrsta val
    Oddný Harðardóttir.
Fimmtudagur 3. júlí 2014 kl. 12:00

Suðurnesin hefðu átt að vera fyrsta val

Oddný Harðardóttir, þingkona, er ósátt við forgangsröðun fyrsta þingmanns Suðurkjördæmis.

„Ég hefði haldið að það að flytja Landhelgisgæsluna til Reykjanesbæjar hefði verið fyrsta val ríkisstjórnarinnar í byggðamálum. Af hverju þarf að styrkja Akureyri fremur en Suðurnes?“ segir Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í kjölfar umræðu um flutning Fiskistofu til Akureyrar.

Suðunesjum veitir ekki af eflingu atvinnulífs
Oddný var meðal flutningsmanna þingsályktunartillögu um flutning Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar þingárið 2010-2011. Hún segir að auðvitað sé það þannig að hver og einn þingmaður líti á sitt svæði, það sé mannlegt og hún skilji vel að Hafnfirðingar vilji ekki missa störfin þaðan. „En við viljum líka halda byggð á landinu öllu og verðum að líta upp úr kjördæmapotinu. Og þá finnst mér að þurfi að skoða hvaða svæði þarf mest á því að halda að efla atvinnulífið. Það eru til dæmis Suðurnesin. Við erum með fyrsta þingmann kjördæmisins og ráðherra byggðamála, Sigurð Inga Jóhannsson, og auðvitað er ég hissa á því að hann skuli ekki líta fyrst á þetta svæði. Við erum einnig með iðnaðar- og viðskiálaráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur, sem gagnrýndi síðustu ríkisstjórn oft og mikið,“ segir Oddný.

Mögulega dýrara að byggja nýtt húsnæði
Þegar ríkisstjórnin gerði á sínum tíma samþykkt um að kanna fýsleika þess að færa starfsemi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvöll var gert mat og samkvæmt niðurstöðu þess var ekki reiknað með því að starfsemin yrði flutt að svo stöddu. „Rökin voru þau að það þyrfti að gera ráð fyrir því að starfsmenn ættu heima í Reykjavík og dýrt yrði að breyta vaktaplani. Þá var ekki reiknað með kostnaði við að byggja húsnæði yfir gæsluna, sem þarf að gera. Hún er á mörgum stöðum og hægt væri að hafa hana á einum stað á Ásbrú. Við þingmenn Suðurkjördæmis vorum mjög ósátt við niðurstöðu skýrslunnar og núna eru þrjú okkar ráðherrar. Því spyr ég hvað sé í veginum núna sem þeir sáu ekki á síðasta kjörtímabili. Það var pólitískur samhljómur um að styrkja starfsemi LHG þannig að hún gæti fengið fleiri verkefni t.d. eftir að Varnarmálastofnun var lögð niður,“ segir Oddný.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024