Suðurnes: Minni afli miðað við sama tímabil í fyrra
Heildaraflinn á Suðurnesjum er kominn í rúm 2870 tonn það sem af er apríl. Það er talsvert minni afli miðað við sama tímabil á síðasta ári.
Í Grindavík hefur rúmum 900 tonnum af þorski verið landað fyrstu tvær vikurnar í apríl, 510 tonnum í Sandgerði og 59 tonnun í Keflavík. Ýsuaflinn er kominn í rúm 440 tonn í Grindavík og 229 tonn í Sandgerði, samkvæmt bráðabrigðatölum frá Fiskistofu.
Þá hefur 206 tonnum af ufsa verið landað í Grindavík á þessu tímabili og 63 tonnum í Sandgerði.
Góð aflabrögð í þorski síðustu vikur hafa vakið umræðu og kröfur um auknar aflaheimildir en sjómenn tala um fullan sjó af fiski. Hafró telur ekki ástæðu til þess í ljósi niðurstaðna úr nýafstöðu togararalli sem sýna að veiðistofn þorsksins er minni en áður var ætlað. Þessa vísindaaðferð hafa margir sjómenn reyndar gagnrýnt harðlega.
Mynd: Löndun í Grindavík: VF-mynd: elg