Suðurnes hljóta verkefnisstyrk Byggðaáætlunar
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur hlotið verkefnastyrk Byggðaáætlunar upp á sautján milljónir króna. Styrkurinn er stuðningur við uppbyggingu, þróun og markaðssetningu á Reykjanesi. „Öflug verkefnavinna til stuðnings við samfélög og atvinnulíf á Suðurnesjum vegna eldsumbrota á Reykjanesi,“ segir í lýsingu verkefnisins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur staðfest tillögur valnefndar um úthlutun styrkja að fjárhæð 130 milljóna kr. til tíu verkefna á vegum landshlutasamtaka sveitarfélaga í svokölluðum C.1 potti byggðaáætlunar 2022-2036. Alls bárust átján umsóknir, heildarkostnaður verkefna var tæplega 500 milljónir kr. og sótt var um rúmar 370 milljónir kr. í styrki.