Suðurnes: Fleiri aðfluttir en brottfluttir
Aðfluttir umfram brottflutta á Suðurnesjum voru 411 á fyrri árshelmingi þessa árs. Í öllum sveitarfélögum eru aðfluttir fleiri en brottfluttir nema í Garði. Þaðan fluttu 98 manns en aðfluttir voru 86.Alls fluttu 1,149 manns til Suðurnesja á þessu tímabili en 738 fluttu í burtu. Í Reykjanesbæ voru aðfluttir umfram brottflutta 315 talsins, 25 í Grindavík, 50 í Sandgerði og 33 í Vogum. Aðfluttir í Reykjanesbæ voru 728 en brottfluttir voru 413.
Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.








