Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurnes á topp 5 lista yfir áhugaverð landsbyggða- og heimsskautasvæði
Þegar kemur að fjölgun ferðamanna og gistinátta er styrkur svæðisins sagður alþjóðaflugvöllur og Bláa lónið.
Laugardagur 20. febrúar 2016 kl. 14:10

Suðurnes á topp 5 lista yfir áhugaverð landsbyggða- og heimsskautasvæði

Fjölgun gistinátta á Suðurnesjum 175% á árunum 2008 til 2014

Fjölgun gistinátta á Suðurnesjum var 175% á árunum 2008 til 2014. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Nordregio, Landfræðistofnunar Norðurlanda, en þar er metin samkeppnishæfni 74 sveitarfélaga og stjórnsýslusvæða á Norðurlöndum til að laða að sér fjármagn, störf og mannauð. Fjölgun ferðamanna var hvergi meiri en á Íslandi á þessu tímabili.

Þegar samkeppnishæfni sveitarfélaga og stjórnsýslusvæða er metin út frá áðurnefndum þáttum eru Suðurnes í 18. sæti. Svæðið fór upp um 3 stig frá síðustu könnun árið 2010. Aðeins höfuðborgarsvæðið er ofar Suðurnesjum af íslensku stjórnsýslusvæðunum. Þá komust Suðurnes á topp 5 lista yfir áhugaverð landsbyggða- og heimsskautasvæði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tölur yfir fólksfjölgun á Íslandi í skýrslunni samræmast tölum Hagstofu Ísland. Þar kemur fram að fólksfjölgun á Íslandi var mest á Suðurnesjum, alls 28,7% á tímabilinu 2005 – 2015. Svæðið hefur því alla burði til að laða að sér mannauð, fjármagn og störf.

Þegar kemur að fjölgun ferðamanna og gistinátta er styrkur svæðisins sagður alþjóðaflugvöllur og Bláa lónið. Þegar ljóst er að það svæði sem er næst í röðinni á eftir Suðurnesjum, Etelä Karjalan í Finnlandi, er með aukningu gistinátta upp á 35% á sama tímabili má leiða líkum að því að fjölgun um 175%  telst mjög mikil. Bæði fjölgun starfa og aukinn hagvöxtur er tengdur ferðamannaþjónustu. Hagvöxur var meiri á Íslandi en að meðaltali í Evrópu á rannsóknartímabilun, þó hann hafi fallið milli áranna 2008 og 2009.

Heilt yfir kemur Ísland vel út í skýrslu Nordregio og í raun Norðurlöndin öll. Þar kemur m.a. fram að hlutfall vinnandi fólks er 73,4% á Norðurlöndum en 64,9% í Evrópu. Þá kemur fram að öll Norðurlöndin hafi náð því markmiði að 40% fólks á aldrinum 30 – 34 ljúki grunnmenntun háskóla eða samsvarandi námi (e. Third level eudcation).

Markmið rannsóknar Nordregio er að styrkja norræn samfélög innan Evrópu með því að skoða styrkleika þeirra og veikleika í samanburði við hvert annað.