Suðurnes: 12 þúsund tonna kvótasamdráttur
Grindvíkingar eru með fiskveiðakvóta upp á rúm 25 þúsund tonn í þorskígildum talið í upphafi nýs fiskveiðiárs. Það gera 9,91% af heildarkvótanum. Kvótasamdráttur Grindavíkurbáta nemur um 7 þúsund tonnum í þorskígildum milli fiskveiðiára.
Þorskvóti Grindavíkurbáta nemur rúmum 12 þúsund tonnum á nýhöfnu fiskveiðiári. Ýsukvótinn er ríflega 10 þúsund tonn og ufsinn tæp 3,300 tonn svo helstu tegundir séu nefndar.
Heildarkvóti á Suðurnesjum nam tæpum 51,600 tonnum á síðasta fiskveiðiári en verður um 40,400 tonn á því næsta í þorskígildum talið, samkvæmt yfirliti Fiskistofu.