Suðurnes: 1000 atvinnulausir á morgun?
Fastlega má gera ráð fyrir því að að einhver verði þess vafasama heiðurs aðnjótandi á morgun að verða númer 1000 af þeim sem eru án atvinnu á Suðurnesjum. Í dag eru 998 skráðir án atvinnu á Suðurnesjum. Atvinnulausum hefur fjölgað um 101 frá því við birtum síðast fréttir af atvinnuleysi þann 17. nóvember og um 450 frá lokum októbermánaðar.
Karlar eru í meirihluta atvinnulausra á Suðurnesjum. Samtals voru 532 karlar án atvinnu í dag en 466 konur.
Engin störf eru í boði á Suðurnesjum samkvæmt vef Vinnumálastofnunar.