Suðurflug hélt upp á 40 árin með glæsibrag
Suðurflug fagnaði í gær 40 ára afmæli sínu. Slegið var upp heljarinnar veislu og komu fjölmargir nágrannar flugfélagsins af Keflavíkurflugvelli í heimsókn og fengu sér kaffisopa og góðgæti sem var á boðstólnum. Ýmis skemmtiatriði voru í boði en Guðmundur Hermannsson sá að mestu leyti um að skemmta fólkinu. Hljómsveitirnar Klassart og Eldar litu líka við og tóku nokkur lög.
Í dag starfa 16 manns hjá Suðurflug en félagið hefur verið starfandi í 40 ár eins og áður segir. Suðurflug var stofnað á grunni flugfélagsins Þórs þann 12. júní árið 1972. Fyrst í stað var starfsemin útsýnis og leiguflug en síðan var hafinn rekstur flugskóla. Nú fæst félagið aðallega við afgreiðslu á öllu öðru flugi en áætlunar og leiguflugi.
Mummi Hermanns sá um stemninguna.
Björgvin og Valdimar í hljómsveitinni Eldar.
VF myndir Eyþór Sæm: Að ofan má sjá flesta núverandi starfsmenn Suðurflugs.