Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 7. mars 2001 kl. 10:39

Suðurbygginin að verða tilbúin

Verið er að leggja lokahönd á viðbyggingu við Flustöð Leifs Eiríkssonar, svokallaða Suðurbyggingu en 25. mars nk. verður fyrsti hluti viðbyggingarinnar tekinn í notkun.
Að sögn Höskuldar Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. hafa framkvæmdir gengið samkvæmt áætlun en þær fóru nokkuð seinna af stað en áætlað var í upphafi, þar sem skylt var að bjóða hönnun verksins út á evrópska efnahagssvæðinu. „Meginmarkmiðið með þessari byggingu er að þjóna skuldbindingum Íslendinga vegna Schengen-samkomulagsins. Húsið er 17 þúsund fermetrar að stærð og á þremur hæðum. Fyrsti hluti viðbyggingarinnar verður tekinn í notkun 25. mars en aðrir hlutar byggingarinnar verða teknir í notkun síðar á þessu ári“, segir Höskuldur.
H-virki og Íslenskir aðalverktakar eru stærstu verktakar við Suðurbygginguna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024