Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suður með sjó í hlaðvarpi
Mánudagur 26. september 2022 kl. 15:23

Suður með sjó í hlaðvarpi

Nú er hægt að hlusta á alla þætti Suður með sjó í hlaðvarpi. Þættirnir eru orðnir þrettán talsins og má nálgast á hljóðveitunni Spotify.

Suður með sjó eru sjónvarpsþættir um Suðurnesjafólk sem Víkurfréttir hafa framleitt frá árinu 2019. Níu þættir voru framleiddir á því ári. Vegna kórónuveirufaraldurs var hlé gert á framleiðslu þáttanna árið 2020 og 2021 en á þessu ári hafa fjórir þættir verið framleiddir og fleiri þættir væntanlegir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þættirnir Suður með sjó eru framleiddir fyrir sjónvarp en hljóðrás þáttanna hentar einnig sem hlaðvarp en hver þáttur er um hálftíma langur.

Hér er tengill á Hlaðvarp Víkurfrétta á Spotify.

Hér eru öll viðtölin líka í mynd. Suður með sjó.