Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðupottur hugmynda í Virkjun
Miðvikudagur 18. mars 2009 kl. 09:57

Suðupottur hugmynda í Virkjun


Í Virkjun mannauðs á Reykjanesi, sem hefur bækistöðvar á Vallarheiði, hefur hópur fólks undanfarið unnið að verkefni sem kallast „Hugmyndir vantar fólk".
Þessi hópavinna fór af stað í febrúar og er markmiðið með henni að tengja saman fólk sem vill koma frá sér hugmynd eða vinna með hugmyndir, koma þeim í framkvæmd og hugsanlega skapa úr þeim viðskiptatækifæri. Þátttakendur í verkefninu geta þá ýmist unnið úr eigin hugmyndum, komið þeim í hendurnar á öðrum eða lagt öðrum lið með úrvinnslu hugmynda.
Í hópnum er fólk úr öllum áttum með mismunandi reynslu og bakgrunn svo úr verður mikill suðupottur hugmynda sem sumar eru orðnar fullþróaðar.

Sjá nánar í Víkurfréttum á morgun.
----

VFmynd/elg: Í Virkjun á Vallarheiði hittist fólk og sameinar krafta sína við hugmyndavinnu, með það að markmiði að skapa viðskipta- og atvinnutækifæri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024