Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðlægar áttir og rigning
Fimmtudagur 10. ágúst 2006 kl. 09:08

Suðlægar áttir og rigning

Klukkan 8 voru SSV 4 á Garðskagavita og 11 stiga hiti
Klukkan 6 í morgun var suðlæg átt, 8-13 m/s við suðvesturströndina en mun hægari annars staðar. NA-lands var léttskýjað, en sums staðar rigning eða súld S- og V-lands. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast V-lands.


Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Sunnan og síðar suðvestan 5-10 m/s og súld eða dálítil rigning. Vestan 8-13 og skúrir í kvöld, en hægari og úrkomulítið á morgun. Hiti 10 til 13 stig.


Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðlæg átt, víða 3-8 m/s og súld eða dálítil rigning með köflum sunnan- og vestantil. Bjartviðri fram eftir degi á NA- og A-landi, en rigning í kvöld. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinu. Vestan og norðvestan 5-10 á morgun. Léttir til S- og SA-lands, annars skýjað og rigning í fyrstu norðaustantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á SA-landi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024