Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðlægar áttir og él í kortunum
Föstudagur 18. janúar 2008 kl. 09:27

Suðlægar áttir og él í kortunum

Veðurhorfur við Faxaflóa
Suðlæg átt, 8-13 m/s og él, en norðan 8-13 og rofar til síðdegis. Hægari í nótt, en suðvestan og vestan 8-13 á morgun og él. Frost 0 til 8 stig, kaldast í uppsveitum.
Spá gerð: 18.01.2008 06:30. Gildir til: 19.01.2008 18:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðan og norðvestan, 10-15 m/s. Snjókoma eða él fyrir norðan, en bjartviðri syðra. Frost 1 til 10 stig, en um frostmarki við suðurströndina.

Á mánudag:
Norðaustlæg átt og él norðaustantil, en annars víða léttskýjað. Kalt í veðri.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir hvassa suðaustanátt með rigningu eða slyddu sunnanlands, einkum suðaustanlands og hlýnandi veðri. Hægari og úrkomulítið norðantil.

Á miðvikudag:
Suðvestlæg átt með slydduéljum, en rofar til norðaustanlands. Hiti um eða undir frostmarki.

Á fimmtudag:
Suðlæg eða breytileg átt og dálítil él. Kólnandi veður.
Spá gerð: 18.01.2008 08:22. Gildir til: 25.01.2008 12:00.

Af www.vedur.is

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024