Suðlægar áttir með rigningu
Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Vestan 3-8 m/s, skýjað að mestu og úrkomulítið. Gengur í suðaustan 5-10 með rigningu seint í kvöld, en suðlægari síðdegis á morgun. Hiti 2 til 7 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Vestan 3-8 m/s og skýjað að mestu, en úrkomulítið. Gengur í suðaustan 5-10 með rigningu seint í kvöld og nótt, en heldur hægari sunnanátt síðdegis á morgun. Hiti 3 til 6 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Vaxandi suðaustan- og austanátt með rigningu, en slyddu norðvestantil á landinu, 8-15 m/s seinni partinn, hvassast við V-ströndina. Hiti 2 til 7 stig. Hægari vindur, úrkomulítið og hiti um frostmark NA- og A-lands.
Á miðvikudag:
Austanátt, 10-15 m/s á annesjum N-til og við S-ströndina, en annars hægari. Rigning með köflum og slydda fyrir norðan, en úrkomulítið V-lands. Hiti svipaður.
Á fimmtudag:
Austlæg átt, víða 8-13 m/s. Él á N- og A-landi og dálítil rigning SA-lands, en annars þurrt að kalla. Heldur kólnandi.
Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Austan- og norðaustanátt og dálítil él á við og dreif, einkum við A-ströndina, en bjartviðri S- og V-lands. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við S- og SV-ströndina.