Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðlægar áttir framundan
Mánudagur 16. mars 2009 kl. 08:05

Suðlægar áttir framundan


Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóa gerir ráð fyrir suðvestan 8-15 m/s, éljum og hita um frostmark. Sunnan 8-13 í nótt og slydda í fyrstu en síðar súld eða rigning. Styttir upp í fyrramálið og dregur úr vindi, þurrt að kalla á morgun og hiti 0 til 6 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag og fimmtudag:

Suðlægar áttir, víða 5-10 m/s og rigning eða súld með köflum, en þurrt og skýjað með köflum á N- og A-landi. Hiti yfirleitt á bilinu 3 til 10 stig.

Á föstudag:
Sunnan strekkingur og rigning sunnan- og vestanlands, en hægari og bjart norðaustanlands. Hiti breytist lítið.

Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt með dálítilli vætu um vestanvert landið en annars þurrt að kalla og víða bjart. Fremur hlýtt í veðri.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd/elg - Hestur á Stafnesi.