Suðlægar áttir
Síminn hjá Víkurfréttum ætlaði vart að þagna fyrir helgina þegar sást til bifreiðar Forseta Íslands utan við hús á Suðurgötunni í Keflavík. Þar var Ólafur Ragnar Grímsson í heimsókn hjá Eyjólfi Eysteinssyni, oft nefndum Ríkisstjóra, vegna starfa síns sem verslunarstjóra í ÁTVR í Keflavík. Hvort Ólafur Ragnar var að tryggja sér kosningastjóra fyrir komandi forsetakosningar skal ósagt látið. Þeir Ólafur og Eyjólfur eru félagar til margra ára úr Alþýðubandalagspólitíkinni. Dorrit mun hafa verið fjarri góðu gamni á Suðurgötunni fyrir helgina.