Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Suðaustanátt með vætu
Miðvikudagur 14. október 2009 kl. 08:05

Suðaustanátt með vætu


Veðurspá næsta sólarhringinn fyrir Faxaflóasvæðið: Suðaustan 13-18 m/s og rigning, en snýst í suðvestan 13-18 með skúrum seinnipartinn. Hvessir um tíma í kvöld og nótt, en suðvestan 8-13 og stöku skúrir á morgun. Hiti 5 til 10 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Suðaustan 10-15 m/s og rigning, en suðvestlægari og skúrir síðdegis. Hvessir í kvöld og nótt, en suðvestan 8-13 og stöku skúrir á morgun. Hiti 6 til 10 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:
Suðvestan 13-20 m/s og skúrir, hvassast á Ströndum, en heldur hægara og léttskýjað A-lands. Hiti 5 til 10 stig.

Á föstudag:
Sunnan 13-18 m/s og rigning eða súld á V-verðu landinu, en hægara og þurrt að kalla eystra. Hiti 7 til 12 stig.

Á laugardag og sunnudag:

Suðvestlæg átt og væta víða um land, en yfirleitt þurrt NA-til. Áfram milt veður.

Á mánudag:
Búast má við austan- eða norðaustanhvassviðri með rigningu eða slyddu og kólnandi veðri.

Á þriðjudag:

Líklega hægviðri og bjart, en víða frost.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024