Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðaustan 18-23 í kvöld
Föstudagur 6. janúar 2006 kl. 09:47

Suðaustan 18-23 í kvöld

Í morgun kl. 06 var allhvöss sunnanátt og él, en mun hægari vindur og víða léttskýjað á NA- og A-landi. Hiti 0 til 5 stig.

Viðvörun!
Búist er við stormi á Suðvesturmiðum, Faxaflóamiðum, Norðausturmiðum, Austurmiðum, Austfjarðamiðum, Suðausturmiðum, Vesturdjúpi, Norðurdjúpi, Suðausturdjúpi, Suðurdjúpi og Suðvesturdjúpi. Viðvörun gerð 06.01.2006 kl. 05:46

Yfirlit
Á vestanverðu Grænlandshafi er nærri kyrrstæð 980 mb lægð, en um 900 km S af Hvarfi er 985 mb lægð sem hreyfist allhratt NA.

Veðurhorfur á landinu ásamt viðvörun!
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Viðvörun: Búist er við stormi víða sunnan- og austantil á landinu. Vaxandi sunnanátt, víða 15-20 m/s síðdegis en 20-25 sunnan- og austantil í kvöld. Talsverð rigning eða slydda, en úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Snýst í allhvassa vestanátt með slyddu eða snjókomu í nótt. Suðlægari og él á morgun, en léttir til á N- og A-landi. Hiti 0 til 5 stig í dag, en frystir víða á morgun.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn:
Sunnan 13-18 m/s, en suðaustan 18-23 í kvöld. Rigning eða slydda og hiti 0 til 5 stig. Vestan 10-15 og snjókoma í nótt, en suðlægari og él á morgun. Hiti í kringum frostmark.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024