Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðandi rakvél í farangri
Föstudagur 6. apríl 2012 kl. 17:11

Suðandi rakvél í farangri

Starfsmaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar óskaði í vikunni eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum vegna ókennilegs hljóðs úr farangurstösku sem verið var að hlaða um borð í farþegavél er var á leiðinni til New York.

Lögreglumaður mætti á staðinn ásamt öryggisverði og var eigandi töskunnar kallaður til. Þegar skyggnst var í töskuna kom í ljós að suðið kom frá rakvél sem í henni var. Eftir þessa niðurstöðu var taskan sett um borð í vélina.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024