Styttist í skólaslit í Reykjanesbæ
Skólastarf undanfarna daga hefur tekið mið af hækkandi skól enda styttist í skólaslit í grunnskólum Reykjanesbæjar. Flestir nemendur hafa lokið prófum og hafa skóladagar verið nýttir í skólaferðalög og ýmsar uppákomur s.s. fjölskyldu-, íþrótta- og vorhátíð þar sem foreldrar taka einnig þátt.Skólaslit verða þann 3. júní í Holtaskóla og Njarðvíkurskóla, 5. júní í Myllubakkaskóla og 6. júní í Heiðarskóla, segir á vef Reykjanesbæjar.