Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Styttist í framkvæmdir við hjúkrunarheimili
Fimmtudagur 8. mars 2012 kl. 15:47

Styttist í framkvæmdir við hjúkrunarheimili

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur samþykkt teikningar af 60 rúma hjúkrunarheimili sem byggja á við Nesvelli í Reykjanesbæ. Velferðarráðherra og fjármálaráðherra skrifuðu undir samning þessa efnis í nóvember sl. og hefur undirbúningur verið í fullum gangi síðan þá. Gera má ráð fyrir að framkvæmdir við þetta stóra verkefni geti hafist með vorinu og rekstur heimilisins hefjist á árinu 2014.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu hjúkrunarheimila á landinu frá haustinu 2009 var ráðgert að byggja 30 rýma hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ. Var þá miðað við að gamli Hlévangur í Keflavík yrði áfram í notkun en fjölbýlum þar breytt í einbýli. Þeirri ákvörðun var breytt að ósk heimamanna og samþykkt að byggja 60 rýma hjúkrunarheimili. Hér er um mjög stóra framkvæmd að ræða sem mun kosta vel á annan milljarð króna og hafa góð áhrif á atvinnulífið á Suðurnesjum.