Styttir upp með kvöldinu
Faxaflói
Suðaustan og austan 5-10 m/s og súld eða dálítil rigning með köflum, en hægviðri og styttir upp með kvöldinu. Hiti 11 til 16 stig.
Spá gerð: 10.08.2007 06:37. Gildir til: 11.08.2007 18:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðaustan 5-13 m/s og víða súld eða rigning, en léttskýjað suðvestantil á landinu. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast SV-lands.
Á mánudag:
Norðanátt og bjartviðri S- og V-lands, en skýjað annars staðar og rigning eða súld á NA- og A-landi. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Norðlæg átt og vætusamt, en þurrt og bjart veður sunnantil á landinu. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast syðst.
Spá gerð: 10.08.2007 08:27. Gildir til: 17.08.2007 12:00.
www.vedur.is