Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Styttir upp í nótt – fínt veður í næstu viku
Laugardagur 31. maí 2003 kl. 21:01

Styttir upp í nótt – fínt veður í næstu viku

Í kvöld kl. 18 var austanátt, 13-18 m/s við suðurströndina, en mun hægari vindur annars staðar. Skýjað en úrkomulaust á Vestfjörðum en annars súld eða rigning. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast á Patreksfirði.Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Austan 5-13 m/s, hvassast við suðurströndina. Súld eða rigning með köflum, en að mestu þurrt á Vestfjörðum. Lægir smám saman í nótt og styttir upp sunnan- og vestantil. Norðaustan 3-10 á morgun og rigning eða súld með köflum á Austurlandi, en annars skýjað með köflum. Norðaustan 8-13 og rigning norðvestantil seint á morgun. Hiti 5 til 10 stig í nótt, en 8 til 17 stig á morgun, hlýjast inn til landsins suðvestantil.

Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Austan 5-10 m/s og rigning með köflum, en norðaustlægari í kvöld og styttir upp í nótt. Hæg norðaustlæg eða breytileg átt á morgun og skýjað með köflum. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast síðdegis á morgun.


Á mánudag: Norðaustan 8-13 m/s. Rigning norðan- og austanlands en annars skýjað með köflum. Hiti 6 til 15 stig, svalast á annesjum norðanlands.

Á þriðjudag: Norðaustan 10-15 m/s og rigning um mest allt land. Hiti 5 til 13 stig.

Á miðvikudag: Norðaustlæg átt, dálítil væta norðan- og austanlands en annars skýjað með köflum. Hiti 7 til 14 stig.

Á fimmtudag: Norðaustan og austan 10-15 m/s og rigning, einkum austanlands. Svipaður hiti.

Á föstudag: Útlit fyrir suðlægar áttir með vætu sunnanlands en þurru fyrir norðan. Hiti 10 til 16 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024