Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stytta opnunartíma Sundmiðstöðvar
Mánudagur 17. ágúst 2009 kl. 17:27

Stytta opnunartíma Sundmiðstöðvar

Opnunartími Sundmiðstöðvar Reykjanesbæjar verður styttur um eina klukkustund á dag til að draga úr rekstarkostnaði. Frá 1. september til 30. apríl verður Sundmiðstöðin opin frá kl. 06:45 og til kl. 20:00 á kvöldin. Frá 1. maí til 31. ágúst verður hins vegar opnunartíminn sá sami og nú, þ.e. klukkustund lengur.

Breyttur opnunartími hefur í för með sér breytingu á launum þrettán starfsmanna sem ganga vaktir og hafa þeir fallist á breytt fyrirkomulag. Það hefur ekki áhrif á grunnlaun starfsmanna, heldur yfirvinnu sem er umfram 100% starfshlutfall.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024