Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stytta opnunartíma í leikskólanum Garðaseli
Föstudagur 11. janúar 2019 kl. 13:47

Stytta opnunartíma í leikskólanum Garðaseli

Fræðsluráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að stytta opnunartíma leikskólans Garðasels frá og með haustinu 2019. Í bókun meirihluta fræðsluráðs segir að vegna takmarkaðrar nýtingar á dvalartímanum 16.30 - 17.15 og vandkvæða sem fylgja því að manna leikskólann á þessum tíma verður opnunartíminn styttur til kl. 16.30. Skal foreldrum barna á Garðaseli kynnt breytingin eins fljótt og vel og kostur er.
 
„Eftir ár, í janúar 2020, verður óskað eftir stöðumati frá Garðaseli varðandi breytinguna þar sem leikskólinn mun kalla eftir viðbrögðum foreldra. Þó að líta megi á að ákveðin þjónustuskerðing eigi sér stað vill fræðsluráð horfa til þróunar í leikskólamálum á Íslandi undanfarin ár þar sem opnunartími er víðast hvar að færast til kl. 16.15 með tilliti til velferðar barna. Allir aðrir leikskólar í Reykjanesbæ loka kl. 16.15 og vill fræðsluráð hvetja vinnumarkaðinn til þess að koma til móts við foreldra ungra barna með sveigjanlegum vinnutíma,“ segir í bókuninni.
 
Stytting opnunartímans var samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Y-, B-, S- og Á-lista. Fulltrúi D-lista situr hjá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024