Styrmir Þór lenti í jólatrésneti Kiwanismanna
Kiwanismenn í Keflavík eru með sína árlegu jólatrjáasölu í Blómavali og Húsasmiðjunni í Njarðvík. Þar bjóða þeir upp á mjög gott úrval af íslenskum jólatrjám í öllum stærðum og mörgum gerðum, leiðiskrossa og greinar. Það er opið alla daga til jóla til kl. 21. Allur ágóði af jólatrjáasölunni rennur til góðgerðarmála en Kiwanisklúbburinn Keilir hefur í mörg ár styrkt hin ýmsu líknarmál á Suðurnesjum.
Styrmir Þór Wíum Sveinsson var með foreldrum sínum að kaupa jólatré og Kiwanismenn brugðu á leik með honum og pökkuðu honum inn eins og jólatré. Styrmir hafði gaman af og brosti framan í ljósmyndara VF sem smellti mynd af honum í neti Keilismanna.