Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Fréttir

Styrkti SKB um 100.000 kr.
Mánudagur 27. desember 2010 kl. 15:51

Styrkti SKB um 100.000 kr.

Sigurður J. Guðmundsson, eigandi Bílrúðuþjónustunnar, vann í jólalukku Víkurfrétta 100.000 kr. úttekt í Nettó nú á dögunum. Hann ákvað þess í stað að styrkja Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna um sömu upphæð.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Tvíburadætur Sigurðar, þær Sigrún Björg og Helga Guðrún Sigurðardætur afhentu Kristínu Njálsdóttur, félagsmanni í SKB, styrkinn en þær eru 8 ára í dag. Afhendingin fór fram á verkstæði Bílrúðuþjónustunnar í Grófinni í dag.

VF-Myndir/siggijóns

Kristín Njálsdóttir sem tók við styrknum fyrir hönd SKB og Sigurður J. Guðmundsson, eigandi Bílrúðuþjónustunnar.

Sigrún Björg og Helga Guðrún Sigurðardætur ásamt Kristínu Njálsdóttur við afhendingu styksins.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25