Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Styrkti SKB um 100.000 kr.
Mánudagur 27. desember 2010 kl. 15:51

Styrkti SKB um 100.000 kr.

Sigurður J. Guðmundsson, eigandi Bílrúðuþjónustunnar, vann í jólalukku Víkurfrétta 100.000 kr. úttekt í Nettó nú á dögunum. Hann ákvað þess í stað að styrkja Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna um sömu upphæð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tvíburadætur Sigurðar, þær Sigrún Björg og Helga Guðrún Sigurðardætur afhentu Kristínu Njálsdóttur, félagsmanni í SKB, styrkinn en þær eru 8 ára í dag. Afhendingin fór fram á verkstæði Bílrúðuþjónustunnar í Grófinni í dag.

VF-Myndir/siggijóns

Kristín Njálsdóttir sem tók við styrknum fyrir hönd SKB og Sigurður J. Guðmundsson, eigandi Bílrúðuþjónustunnar.

Sigrún Björg og Helga Guðrún Sigurðardætur ásamt Kristínu Njálsdóttur við afhendingu styksins.