Styrkja plötuútgáfu Of Monsters and Men
Sveitarfélagið Garður hefur samþykkt að styrkja plötuútgáfu Suðurnesjahljómsveitarinnar Of Monsters and Men um 150.000 krónur. Hljómsveitinna skipar m.a. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir úr Garði.
„Á síðasta ári hlaut Nanna Bryndís og hljómsveit hennar þann heiður að sigra í Músíktilraunum en það eru önnur helstu tónlistarverðlaun landsins og því mikill heiður fyrir okkur Garðmenn að eiga slíkt listafólk og sendir bæjarráð Garðs þeim bestu óskir um gott gengi,“ segir í bæjarráði Garðs. Samþykkir bæjarráð að styrkja sveitina um 150.000 krónur og jafnframt er bæjarstjóra falið að ræða við hljómsveitarmeðlimi um óskir þeirra að koma fram á skemmtun á vegum bæjarins.