VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Fréttir

Föstudagur 12. apríl 2002 kl. 09:59

Styrkja kaup á færanlegum boxhring

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt með atkvæðum meirihluta bæjarráðs tillögu bæjarstjóra að veita Hnefaleikafélagi Reykjaness að upphæð 1.300.000 kr. til kaupa á færanlegum boxhring.Jóhann Geirdal bæjarfulltrúi óskar bókað: „Ég lýsi undrun minni á þessari geðþótta afgreiðslu meirihlutans sem er algjörlega á skjön við þær vinnuhefðir sem ríkt hafa og sit ég því hjá“.
Kristmundur Ásmundsson bæjarfulltrúi óskar bókað: „Tel eðlilegt að TÍR fjalli þetta mál eins og venja er um sambærileg mál og sit því hjá við afgreiðslu málsins“.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25