Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 18. desember 2001 kl. 00:03

Styrkja Jóhann á heimsmeistaramót í borðtennis fatlaðra

Jóhann R. Kristjánsson íþróttamaður í Íþróttafélaginu Nes hefur áunnið sér rétt til þátttöku á Heimsmeistaramóti fatlaðra í borðtennis sem haldið verður í Taiwan í ágúst 2002.Jóhann er nú í 19. sæti á styrkleikalista alþjóða Borðtennissambands fatlaðra, en til að ná þeim árangri keppti Jóhann á sjö mótum erlendis á þessu ári. Ráðgert er að Jóhann keppi á þremur mótum erlendis fram að Heimsmeistaramótinu.
Íþróttafélagið Nes hefur óskað eftir fjárhagsaðstoð frá tómstunda- og íþróttaráði Reykjanesbæjar á næsta ári til að Jóhann og aðstoðarmaður hans eigi auðveldara með að taka þátt í þessum mótum og að undirbúningur þeirra verði auðveldari. Þess má geta að Jóhann stundar æfingar að mestu leyti í Reykjavík.
í fundargerð kemur fram að TÍR óskar Jóhanni og Nes til hamingju með þennan árangur. TÍR samþykkir að veita Jóhanni styrk úr Afreks- og styrktarsjóði árið 2002, eftir að bæjaryfirvöld hafa samþykkt fjárhagsáætlun 2002. Við ákvörðun um upphæð verði tekið mið af fyrri úthlutunum t.d. til Írisar Eddu Heimisdóttur og Eydísar Konráðsdóttur vegna undirbúnings þeirra fyrir Ólympíuleikana.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024