Styrkja göngustígagerð við Stað
Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að veita styrk að fjárhæð 1.386.148 kr. til stígagerðar að Stað við Grindavík á næsta ári.
Sóknarnefnd Grindavíkurkirkju óskaði nýverið eftir styrk til gerð göngustígar í kirkjugarðinum að Stað. Samkvæmt lögum um kirkjugarða ber Grindavíkurbæ að leggja til hæfilegan ofaníburð í gangstíga kirkjugarðs og greiða akstur hans.