Styrkja björgunarbátasjóð vegna rafmagnskostnaðar
Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að veita Björgunarbátasjóði Grindavíkur styrk á móti rafmagnskostnaði vegna björgunarskipsins Odds V Gíslasonar og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 600.000 kr. sem fjármagnaður verði með hækkun tekna hafnarsjóðs.
Á fundi bæjarráðs Grindavíkur var lagt fram bréf frá stjórn Björgunarbátasjóðs Grindavíkur. Þar er óskað eftir styrk á móti gjöldum sem Grindavíkurhöfn er að leggja á vegna björgunarbátsins.