Styrkir til íþróttaiðkunar hækka í Sandgerði
	Stefna bæjaryfirvalda í Sandgerði er að stuðla að fjölskylduvænu samfélagi, veita bæjarbúum góða þjónustu, létta á skuldum og bæta reksturinn. Fjárhagsáætlun  2014-2017 sýnir að vel miðar, segir Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerði, í tilkynningu.
	
	Á árinu 2014 verður lögð aukin áhersla á lýðheilsu með því að standa fyrir áhugaverðri og uppbyggjandi dagskrá, einkum meðal yngstu og elstu kynslóðanna. Nemendum grunnskólans  mun standa til boða ókeypis hafragrautur áður en kennsla hefst á morgnana. Styrkir til foreldra vegna íþrótta-, tónlistar-, og frístundastarfs barna og unglinga hækka  og mun á næsta ári nema allt að 27 þúsund krónum á ári fyrir hvert barn. Sundlaugin sem hefur verið lokuð á sunnudögum yfir vetrartímann verður nú opin alla daga ársins frá áramótum.
	
	Þá mun fasteingaskattur á íbúðarhúsnæði lækka um 0,25% um áramótin.

 
	
				

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				