Styrkir grunnskóla til að minnka áhrif verkfalls
Reykjanesbær hefur samþykkt að veita kr. 250.000 styrk úr Manngildissjóði til hvers grunnskóla í bæjarfélaginu vegna verkefnis sem beinist einkum að stuðningi í íslensku og stærðfræði fyrir nemendur í 10. bekk vegna áhrifa sem kennaraverkfallið hafði á námsframvindu.
Skólastjórar grunnskóla í Reykjanesbæ hafa ásamt fræðslustjóra rætt þau áhrif sem kennaraverkfall hefur á námsframvindu nemenda í grunnskólum landsins og ljóst að áhrifa verkfalls mun gæta hjá 10. bekkingum sem þreyta samræmd próf nú í vor.
Í samráði við skólastjórnendur hefur verið ákveðið að fara af stað með verkefni, sem beinist einkum að stuðningi í íslensku og stærðfræði fyrir nemendur í 10.bekk. Markmið verkefnisins er að veita aðstoð fyrir nemendur í 10. bekk til undirbúnings samræmds próf og náms í framhaldsskóla. Hver skólastjóri skilar inn áætlun til fræðslustjóra um nánari útfærslu. Áætlað er að verkefnið fari af stað í febrúar og standi fram að samræmdum prófum.
Verkefninu verður stjórnað af skólastjórum og hafa þeir misjafnar útfærslur í huga. Sem dæmi um útfærslu er aðstoð við að mynda námshópa í samvinnu við foreldra. Þar geta kennarar komið inn með ráðgjöf/kennslu ásamt foreldrum og aðstoð við verkefnavinnu. Einnig er hægt að fá námsráðgjafa til að gera námsáætlanir með 10. bekkingum, þannig að nemendur fái betri yfirsýn yfir námið. Þá hafa komið fram útfærslur eins og að breyta heimanámsaðstoð nemenda.
Af vef Reykjanesbæjar
Skólastjórar grunnskóla í Reykjanesbæ hafa ásamt fræðslustjóra rætt þau áhrif sem kennaraverkfall hefur á námsframvindu nemenda í grunnskólum landsins og ljóst að áhrifa verkfalls mun gæta hjá 10. bekkingum sem þreyta samræmd próf nú í vor.
Í samráði við skólastjórnendur hefur verið ákveðið að fara af stað með verkefni, sem beinist einkum að stuðningi í íslensku og stærðfræði fyrir nemendur í 10.bekk. Markmið verkefnisins er að veita aðstoð fyrir nemendur í 10. bekk til undirbúnings samræmds próf og náms í framhaldsskóla. Hver skólastjóri skilar inn áætlun til fræðslustjóra um nánari útfærslu. Áætlað er að verkefnið fari af stað í febrúar og standi fram að samræmdum prófum.
Verkefninu verður stjórnað af skólastjórum og hafa þeir misjafnar útfærslur í huga. Sem dæmi um útfærslu er aðstoð við að mynda námshópa í samvinnu við foreldra. Þar geta kennarar komið inn með ráðgjöf/kennslu ásamt foreldrum og aðstoð við verkefnavinnu. Einnig er hægt að fá námsráðgjafa til að gera námsáætlanir með 10. bekkingum, þannig að nemendur fái betri yfirsýn yfir námið. Þá hafa komið fram útfærslur eins og að breyta heimanámsaðstoð nemenda.
Af vef Reykjanesbæjar