Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Styrkir afhentir í Vogunum
Mánudagur 12. september 2011 kl. 10:40

Styrkir afhentir í Vogunum

Magma Energy Iceland ehf. styrkti samfélagsverkefni í Vogunum um samtals 2 milljónir króna nú fyrir helgina. Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri félagsins, veitti styrkina sem fara til fjölbreyttra verkefna í Vogunum. Styrkirnir eru í flestum tilfellum til tveggja ára, og eru greiddir út núna og svo aftur næsta sumar.

Veittir voru styrkir til félagana: Golfklúbbs Vatnsleysustrandar, Björgunarsveitarinnar Skyggnis, Minjafélags Vatnsleysustrandar, Lionsklúbbsinns Keilis, Kvenfélagsins Fjólunnar, Ungmennafélagsins Þróttar, Skógfell skógræktarfélags og Vogahesta.

VF-Mynd Eyþór Sæmundsson: Fulltrúar félaganna sem hlutu styrki ásamt Ásgeiri Margeirssyni og Eirnýju Valsdóttur bæjarstjóra Voga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024