Miðvikudagur 24. nóvember 1999 kl. 21:31
STÝRIMAÐURINN ÓK YFIR SKIPSTJÓRANN!
Vinnuslys varð um borð í danska flutningaskipinu Nordic Ice í Sandgerðishöfn um helgina. Stýrimaður skipsins var við störf á lyftara þegar hann ók á skipstjórann í lest skipsins með þeim afleiðingum að skipstjórinn fótbrotnaði. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að áverkum hans.