Stympingar og pústrar í nótt
Lögreglan í Keflavík var kölluð að veitingastöðum við Hafnargötuna í nótt. Annað útkallið var vegna slagsmála og hitt vegna ölvaðrar konu sem var til leiðinda.
Fyrr um kvöldið, eða rétt fyrir 21, kom ungur maður inn á lögreglustöðina í Keflavík með bólgna vör og blóðugan munn. Kvað hann félaga sinn hafa ráðist að sér með hnefahöggum og spörkum með fyrrgreindum afleiðingum.
Fyrr um kvöldið, eða rétt fyrir 21, kom ungur maður inn á lögreglustöðina í Keflavík með bólgna vör og blóðugan munn. Kvað hann félaga sinn hafa ráðist að sér með hnefahöggum og spörkum með fyrrgreindum afleiðingum.