Stútur undir stýri stakk af
Ökumaður var handtekinn í nótt fyrir grun um ölvun við akstur í Reykjanesbæ og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu, en ökumaðurinn reyndi að stinga lögregluna af og síðan að komast undan á hlaupum. Lögreglumenn eltu ökumanninn, sem gafst fljótlega upp og gaf sig fram við lögreglu. Hann gistir nú fangageymslur lögreglunnar.
Þá voru 11 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni á 90 km/klst kafla. Sá er hraðast ók var tekinn á 126 km/klst. Þá var tilkynnt um rúðubrot í versluninni Ný-Ung við Hafnargötu.