Föstudagur 7. október 2005 kl. 09:39
Stútur undir stýri
Á nætuvakt lögreglunnar í Keflavík var einn ökumaður kærður vegna gruns um ölvun við akstur. Þá var einn ökumaður stöðvaður í almennu umferðareftirliti. Þegar ökuskírteinið hans var skoðað kom í ljós að það rann úr gildi fyrir um ári síðan. Ökumanninum var gert að hætta akstrinum.