Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stútur tekinn við sjoppulúgu
Þriðjudagur 24. apríl 2012 kl. 14:16

Stútur tekinn við sjoppulúgu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af ökumanni á miðjum aldri sem var grunaður um ölvunarakstur. Maðurinn hafði ekið bíl sínum að sjoppu í Reykjanesbæ og var þar í akstri við sölulúguna þegar lögreglumenn komu á vettvang.

Maðurinn var færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum eftir að hafa blásið þar í áfengismæli. Annar ökumaður var handtekinn, einnig grunaður um ölvun við akstur. Lögregla hafði stöðvað bifreið hans eftir að hafa veitt undarlegu ökulagi hans eftirtekt. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem fagfólk tók úr honum blóðsýni. Lögregla handtók svo þriðja ökumanninn sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var einnig færður á lögreglustöð.