Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stútur ók á ljósastaur
Mánudagur 2. apríl 2012 kl. 13:33

Stútur ók á ljósastaur


Lögreglunni á Suðurnesjum barst um helgina tilkynning um að bifreið hefði verið ekið á ljósastaur við sjoppu í umdæminu. Mikil áfengislykt hefði verið af ökumanni, sem hefði látið sig hverfa brott af staðnum eftir áreksturinn. Lögreglan hafði upp á manninum skömmu síðar. Málið telst upplýst.

Þá stöðvaði lögregla ökumann, sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna, auk þess sem hann var hvorki með ökuskírteini né önnur skilríki. Hann var færður á lögreglustöð. Annar ökumaður sem stöðvaður var við hefðbundið umferðareftirlit lögreglu var hvorki með ökuskírteini né í bílbelti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024