Stútur á Reykjanesbraut
Um miðjan dag í gær bárust lögreglunni í Keflavík tvær tilkynningar um einkennilegt aksturslag bifreiðar á Reykjanesbraut. Var bifreiðin stöðvuð og ökumaður hennar grunaður um ölvun við akstur. Ökumaðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöðina í Keflavík. Eftir skýrslu- og blóðsýnatöku var ökumaðurinn frjáls ferða sinna á tveimur jafnfljótum.
Þá var einn ökumaður stöðvaður á Reykjanesbraut fyrir of hraðan akstur. Mældist hann á 114 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km.
Þá var einn ökumaður stöðvaður á Reykjanesbraut fyrir of hraðan akstur. Mældist hann á 114 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km.