Stútfullt blað af áhugaverðu lesefni
Víkurfréttir koma út á morgun, miðvikudag, troðfullar af áhugaverðu lesefni. Rafræna útgáfu blaðsins má sjá hér að neðan.
Það er að lifna yfir Keflavíkurflugvelli af mannaflsfrekar framkvæmdir að fara í gang. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia er í viðtali við Víkurfréttir og ræðir málefni flugvallarins. Hann verður einnig gestur Suðurnesjamagasíns Víkurfrétta á fimmtudagskvöld.
Við förum til Grindavíkur og tölum hús á Boga Adolfssyni, formanni Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Hann segir okkur frá lífi björgunarsveitarfólksins sem fékk eitt stykki eldgos í fangið fyrir rétt tæpum mánuði.
Unnur Guðrún er ungt ljóðskáld og við ræðum við hana í blaði vikunnar.
Við kynnum okkur áhugaverð verkefni sem nemendur Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum voru að vinna og heyrum einnig í Njáli Skarphéðinssyni sem er að fara í einn fremsta háskóla heims til að taka meistaragráðu í tölvunarfræði. Þá er fjallað um heilsustíga í Reykjanesbæ, minnismerkið um Hot Stuff og myndir af eldgosi prýða blað vikunnar.
Körfuknattleikskonan Daniela Wallen Morillo er í íþróttaviðtali vikunnar og við segjum frá nýju lagi Elízu Newman. Hún samdi lag um gosið í Fagradalsfjalli en Elíza samdi líka lag um Eyjafjallajökul þegar hann gaus fyrir um áratugi síðan.
Fastir liðir eru á sínum stað eins og lokaorð, augnablik með Jóni Steinari, Myndin frá Díserlu og svo sögubrot úr Víkurfréttum í 40 ár.