Sturla með kynningu á Hugmyndasmiðju um gamla bæinn
Kynnir endurgerð gamalla húsa í Stykkishólmi fyrir Grindvíkingum
Í hugmyndasmiðju um Gamla bæinn í Grindavík sem verður í Hópsskóla næsta laugardag kl. 11:00 mun Sturla Bjöðvarsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður og bæjarstjóri í Stykkishólmi, kynna skipulag og endurgerð gömlu húsanna í Stykkishólmi. Þótti vel til takast með skipulagið í Stykkishólmi á sínum tíma og mun Sturla miðla af reynslu Hólmara til Grindvíkinga.
Sturla starfaði sem byggingatæknifræðingur hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen í Reykjavík, bæjarstjóri í Stykkishólmi 1974-1991, alþingismaður 1991-2009, samgönguráðherra 1999-2007, forseti Alþingis 2007-2009 og starfar núna sem framkvæmdastjóri Þróunarfélags Snæfellinga.